135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[11:23]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með þessum lögum er kveðið á um að söluhagnaður fyrirtækja af hlutabréfum verði gerður skattfrjáls. Ekki nóg með það heldur er kveðið á um að vinnan sem innt er af hendi við að afla þessara skattfrjálsu tekna verði einnig frádráttarbær frá skatti. Ég held að það hafi verið á þessum punkti, þegar krafan um þessa viðbótarbreytingu á upphaflegu frumvarpi kom frá fjármálafyrirtækjunum og Kauphöllinni, sem ríkisskattstjóraembættið setti fram umsögn sína um að á ferðinni væri stílbrot við meginreglu skattalaga.

Þessum lögum hefur verið fagnað af fjármálafyrirtækjum, hefur verið fagnað af Kauphöllinni en andæft mjög eindregið af verkalýðshreyfingunni. Alþýðusamband Íslands (Forseti hringir.) sendi tvívegis inn umsagnir til að reyna að koma viti fyrir stjórnarmeirihlutann.