135. löggjafarþing — 105. fundur,  21. maí 2008.

öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

541. mál
[18:33]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú dálítið bagalegt þegar upp koma atvik af þessu tagi, að það kemur í ljós að menn hafa snúið merkingu hlutanna alveg við en andstæða háspennuvirkja er náttúrlega lágspennuvirki. Þetta er dæmi um það að menn mega ekki flýta sér um of.

Ég vil því spyrja hv. þingmann af þessu tilefni hvort þess sé að vænta eða hvort því megi treysta, skulum við nú orða það með jákvæðum formerkjum, að það leynist engar frekari villur af þessu tagi í málinu hjá hv. þingnefnd eða hv. aðstandendum málsins.