135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[22:18]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður veit auðvitað jafn vel og ég að sérúrræðin sem 42. gr. fjallar um eru tvíþætt, annars vegar að búa til sérúrræði innan hins almenna grunnskóla og hins vegar að stofna til reksturs sérskóla þegar almennt nám og kennsluhættir hæfa ekki þörfum eða hag nemenda. Það sem ég vil gera er að sveitarfélögum sé það skylt að sjá nemendum fyrir sérúrræðum innan grunnskólans eða stofna til reksturs sérskóla, þ.e. að ekki sé nægilegt að segja, eins og í frumvarpinu stendur, að sveitarfélögin getin beitt sér fyrir sérúrræðum innan grunnskólanna o.s.frv. Þetta vil ég ekki að sé valkvætt, þetta vil ég að verði skylda sveitarfélaganna.