135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:43]
Hlusta

Frsm. menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er rétt að klukkan er að slá í tólf, hana vantar korter í tólf. Hér er komin fram tillaga um að ljúka umræðu um frumvarp til laga um grunnskóla.

Ég verð nú að segja að ég sé enga ástæðu til þess að þeirri umræðu ljúki nú og fundi verði frestað. Það kom fram strax í upphafi þessa fundar að það stæði til að ljúka dagskrá fundarins. Ég sé enga ástæðu til annars en að við þau áform verði staðið. Það er rétt að það eru fleiri mikilvæg mál á dagskránni eins og frumvarp um framhaldsskóla. Ég legg til að við tökum það til umræðu og minni á að síðasta málið á dagskrá fundarins er 1. umr. um stjórnarfrumvarp um tæknifrjóvgun. Það er mál sem ég hygg að við verðum að koma hér á dagskrá og koma til nefndar. (Forseti hringir.) Ég hygg að ýmsir þingmenn hafi áhuga á að það gerist, þar á meðal þingmenn hv. í Vinstri hreyfingunni – (Gripið fram í.) grænu framboði. Eða er það misskilningur hjá mér?