135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:38]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kveð mér ekki hljóðs til þess að beina spurningum til forseta þingsins um stjórn hans á fundinum. Ég kveð mér hljóðs til þess að mótmæla þeim vinnubrögðum sem hér eru viðhöfð. Við höfum óskað eftir því að þessum fundi yrði frestað og umræðunni til morguns. Við höfum í reynd engin svör fengið þegar við höfum beint spurningum til forseta, en ég mótmæli því að þessari umræðu verði fram haldið.