135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[17:07]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu á að líta heildstætt á málið. Að sjálfsögðu á að taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Ekkert í málflutningi mínum gaf til kynna að einn hópur ætti að koma með allar sínar kröfur og eftir þeim yrði farið.

Það hlýtur hins vegar að skipta máli, og ég trúi ekki öðru en hv. þingmaður sé mér sammála um það, að frumvarpið sé unnið í sátt og samlyndi við þá sem fyrst og fremst munu vinna eftir því. Það hlýtur að vera. (EMS: Eins og kostur er.) Eins og kostur er. (EMS: Ef samkomulagið gengur út á það að fá allt eða ekkert þá er það ekki hægt.) Það er einfaldlega verið að biðja um það hér að beðið verði með frumvarpið til haustsins sem er nú lítill vandi að gera og málið verði unnið betur þannig að það sé (EMS: Viltu þá bíða með öll frumvörpin?) Nei, ég vil ekki bíða með öll frumvörpin. Nei, það er ekki rétt. Þau eru ekki samtengd og engin rök (Forseti hringir.) hafa komið fram fyrir því að þau þurfi að vera það.