135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:46]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Þau lög sem hér er verið að breyta eru mér nokkuð kær og ég hef tilfinningar til þessara mála allra af skiljanlegum ástæðum. En það sem kemur fram í þessu bráðabirgðaákvæði skýrir að ýmsu leyti að það náðist að taka þetta mál út úr nefndinni vegna þess að stjórnarflokkarnir höfðu gersamlega ólík sjónarmið í þessu máli. En hér kemur að því í þessu bráðabirgðaákvæði að hæstv. forsætisráðherra á að skipa nefnd sem að sjálfsögðu hefði átt að vera á verksviði iðnaðarráðherra þar sem hann fer með þennan málaflokk. Ég sting upp á því, þótt ég sé ekki beint með tillögu um það, að þetta verði tvíhöfða nefnd því að það er aðferðin sem oft er beitt af hálfu stjórnarflokkanna.