135. löggjafarþing — 114. fundur,  30. maí 2008.

mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo.

107. mál
[01:42]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég er mjög ánægður með þessa tillögu. Ég tel að hv. utanríkismálanefnd hafi fundið góða leið til að koma afstöðu sinni á raunhæfan hátt á framfæri við Bandaríkjastjórn.

Ég hef ætíð haft ímugust á þessari tilraun Bandaríkjamanna til að athuga hversu langt þeir geta gengið í mannréttindabrotum því að þetta er eins konar tilraun til þess.

Eins mikið og ég virði Bandaríkin sem forustuþjóð vestrænna ríkja þá þykir mér þetta mjög miður og þetta er dökkur blettur á sögu þeirra. Ég vildi gjarnan að þeir lokuðu þessum búðum svo ég geti litið aftur til þeirra sem forusturíkis í vestrænni menningu.