135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:57]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er nú bara hálfringluð verð ég að segja. Það er náttúrlega algjör þvæla að setja þetta fram með þessum hætti. Vill hv. þingmaður þá frekar biðlista eftir þjónustu, eins og var vegna aldraðra einstaklinga á Landakoti? Vill hún frekar biðlista eftir þjónustunni en að leita til einkaaðila um að veita þá þjónustu sem nauðsyn krefur? Mér finnst þetta alveg með ólíkindum. Við erum með félagslegt heilbrigðiskerfi. Við erum ekki að breyta því. Það á ekki að skipta neinu máli við hvern er samið, hvort það er einkaaðili eða opinber aðili.

Ég átta mig ekki á hvað það er í huga vinstri grænna sem gerir það að verkum að þeir hafa slíka fordóma gagnvart því að semja við aðra en opinbera aðila. Það er alveg ljóst að ef þeir hafa þá afstöðu að þótt hægt sé að mæta þjónustunni með (Forseti hringir.) einhverjum öðrum hætti en hjá opinberum aðila sé það ekki gert. Þá eru sjúklingarnir bara látnir bíða.