136. löggjafarþing — 11. fundur,  13. okt. 2008.

lög um vörugjald og virðisaukaskatt.

[15:14]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Hæstv. forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. forsætisráðherra í fjarveru fjármálaráðherra sem fyrirséð er að verður ekki hér þessa vikuna. Fyrirspurn mín lýtur að því hvort til greina komi að endurskoða lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti og fleira frá árinu 1993 og lög um virðisaukaskatt frá árinu 1988 í þeim tilgangi að veita heimild til endurgreiðslu vörugjalda við útflutning nýrra og nýlegra ökutækja og endurgreiðslu virðisaukaskatts af sama tilefni þegar um er að ræða að álagður virðisaukaskattur hafi ekki talist til innskatts í rekstri.

Í ljósi hinna sértæku skattlagningar á ökutæki sem felst í lögum um vörugjöld og í ljósi þess að gríðarleg verðmæti liggja í stórum og nýlegum bílaflota landsmanna er ástæða til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að verðmæti fari forgörðum við þær aðstæður sem nú blasa við landsmönnum í efnahagslífinu.