136. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:35]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um klukkan tvö í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, fer fram umræða utan dagskrár um stöðu á fjölmiðlamarkaði á Íslandi. Málshefjandi er hv. þm. Guðni Ágústsson. Menntamálaráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.