136. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2008.

samstarf um nýtt lagaumhverfi fyrir fjármálakerfið.

[14:07]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Það er ýmislegt sem við getum ekki breytt sem er orðið að veruleika. Ég nefni andvaraleysi og fyrirhyggjuleysi fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar. Ég nefni stefnu fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar. Ég nefni afstöðuna sem var að finna í fjármálakerfinu hjá þeim sem þar stýrðu för. Þetta er liðin tíð. En nú þurfum við einnig að horfa til framtíðar og ég tók það sem svo að hæstv. forsætisráðherra væri því fylgjandi að efnt yrði til þverpólitískrar samstöðu um smíði nýs lagaumhverfis fyrir fjármálakerfið í landinu. Það er mjög mikilvægt að við komum öll að því verki.