136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[14:32]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Mér láðist að taka það fram í fyrri athugasemdum mínum að rétt í þann mund sem ég kom til atkvæðagreiðslunnar fékk ég í fyrsta sinn í hendurnar endanlegt álit meiri hlutans og enn á ný bútasaum við upphaflega frumvarpið, breytingar sem ákvarðaðar voru á nefndarfundi í morgun og voru ekki útfærðar að fullu og ég sé þær í fyrsta skipti þegar málið er tekið á dagskrá.

Ég þakka hæstv. forseta fyrir að taka sjónarmið mín til greina og fresta umræðu um þetta mál þar til álit minni hlutans liggur fyrir.