136. löggjafarþing — 28. fundur,  17. nóv. 2008.

tilhögun þingfundar.

[16:02]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Að loknum umræðum um dagskrármál þessa fundar er fyrirhugað að ganga til atkvæðagreiðslu um fyrsta dagskrármálið. Þá er það jafnframt ætlun forseta að boða til nýs fundar að loknum þessum fundi og taka málið Stimpilgjald til lokaafgreiðslu.

Varðandi annað og þriðja dagskrármálið munu þau ganga til nefndar að lokinni umræðu á þessum fundi en forseti biður þingmenn að vera viðbúna því að þessi mál komi til framhaldsumfjöllunar síðar í dag.