136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[14:08]
Horfa

Ármann Kr. Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hefur farið fram á það að fá ákveðna aðila í salinn. Hæstv. forseti hefur gert ráðstafanir til að ná í þá og það eru u.þ.b. tvær mínútur síðan hún gerði það (ÁI: Það var reynt í morgun.) og eftir því sem mér skilst eru viðkomandi aðilar á leiðinni. Þess vegna sé ég enga ástæðu til að slíta fundi hérna (Gripið fram í.) eða fresta því að þeir eru væntanlegir í salinn alveg á næstu mínútum.