136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

afhendingaröryggi raforku og virkjun vatnsfalla á Vestfjörðum.

283. mál
[15:44]
Horfa

Sigurður Pétursson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er hreyft mikilsverðu máli og má þakka 1. þm. Norðvesturkjördæmis fyrir að bera það hér fram. Ljóst er að raforkuöryggi á Vestfjörðum er ekki eins og það ætti að vera og aðrir landshlutar búa við. Það sýndi sig ljóslega fyrir hálfum mánuði þegar rafmagnið fór af á norðanverðum Vestfjörðum og röð bilana varð til þess að heila helgi var rafmagn meira og minna úti í mörgum byggðum.

Þrátt fyrir það sem fram kom í máli iðnaðarráðherra þá er alveg ljóst að til þess að Vestfirðingar búi við sama öryggi og aðrir landsmenn þarf stórátak. Virkjun Hvalár er kannski eitthvert mesta og brýnasta framfaramál sem vestfirskar byggðir standa frammi fyrir. Ég hvet hæstv. iðnaðarráðherra til að vinna að þessu máli af einurð þannig að Vestfirðingar verði ekki lengur (Forseti hringir.) þriðja flokks þegnar í þessu tilliti eins og hann sagði sjálfur.