137. löggjafarþing — 1. fundur,  15. maí 2009.

tilkynning um stefnuræðu forsætisráðherra.

[16:39]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana, samkvæmt 37. gr. þingskapa, verða á mánudagskvöldið kemur. Umræðurnar hefjast kl. 7.50, 10 mínútum fyrir kl. átta.

Það er tillaga forseta að umræðan verði með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár, þ.e. umferðirnar verði þrjár, 12 mínútur, 6 mínútur og 5 mínútur. Forsætisráðherra hafi 20 mínútur til framsögu. Ef ekki eru gerðar athugasemdir við þetta skoðast það samþykkt.