137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

jöklabréf.

[13:47]
Horfa

Þór Saari (Bhr):

Frú forseti. Hluti af þeim mikla vanda sem Íslendingar standa frammi fyrir er af völdum þeirra fjármálagerninga sem nefnast jöklabréf og halda þau bréf íslensku fjármála- og efnahagslífi í einhvers konar gíslingu að því er virðist. Hér er um að ræða skuldabréf sem gefin eru út á Íslandi af erlendum fjárfestum að því að talið er. Talið er, segi ég, því að þeir eru með heimilisfesti erlendis og flokkast því sem slíkir samkvæmt stöðlum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hins vegar hefur alveg frá upphafi verið í gangi sterkur orðrómur um að hér væri einfaldlega um íslenskar fjármálastofnanir og íslenska fjárfesta að ræða. Spurningin er því: Hvenær verður upplýst um hverjir eru hinir raunverulegu eigendur þessara jöklabréfa?