137. löggjafarþing — 4. fundur,  20. maí 2009.

tilkynning um dagskrá.

[13:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Um klukkan tvö í dag, að loknum dagskrárliðnum Störf þingsins, fer fram utandagskrárumræða um áform ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 3. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í tæpa klukkustund.