137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[10:22]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir ræðuna sem hann flutti hér til stuðnings þeirri stjórnartillögu sem liggur fyrir þinginu. Nú er ljóst að mikilvægasti hluti þess ferlis, ef til hugsanlegra aðildarviðræðna kæmi, er sjálft undirbúningsferlið, þ.e. hvernig Íslendingar færu í þær viðræður, og þess vegna höfum við í þingflokki Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lagt fram þingsályktunartillögu um mjög vandað undirbúningsferli. Nú spyr ég og vil inna hæstv. utanríkisráðherra eftir því hvort hann sé ekki sammála okkur um að það þurfi að vanda mjög til verka þegar kemur að undirbúningi sem þeim. Mér fannst hæstv. ráðherra tala nokkuð fjálglega um þingsályktunartillögu sem ég held að hæstv. ráðherra hafi ekki séð því að það er ekki búið að dreifa henni hér. (Gripið fram í.) — Nú, mér skilst að henni hafi verið dreift. — En ég vil fá það staðfest hjá hæstv. ráðherra hvort hann (Forseti hringir.) telji ekki að þingið eigi að taka allan þann tíma sem þarf til að undirbúa sig vel í þessu máli og að málið fái mjög ítarlega og góða þinglega meðferð.