137. löggjafarþing — 11. fundur,  28. maí 2009.

olíugjald og kílómetragjald o.fl.

56. mál
[23:26]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Hér hefur verið lagt á borðið einfalt reikningsdæmi sem sýnir að þessi aðgerð sem á að auka tekjur ríkisins eykur skuldir ríkisins og þar með skuldbindingar ríkisins og sá tekjuauki sem lagt er upp með í þessu verður ekki. Þetta er bara einfalt reikningsdæmi. En hið alvarlega er að verið er að auka skuldir heimilanna um 8 milljarða.

Þegar ég horfi á töfluna og leiði líkum að því að þetta hafi verið samþykkt hlýt ég að spyrja í ljósi allra þeirra yfirlýsinga um að nýtt þing sé komið saman og þar eigi að vera ný vinnubrögð: Hvar er gagnrýna hugsunin? Hvar er atkvæðagreiðsla samkvæmt samvisku þingmanna? Mér sýnist að hér ríki bara sami (Forseti hringir.) aginn í stjórnarliðinu og hefur alltaf (Forseti hringir.) ríkt og að ekkert hafi breyst. Ég segi nei.