137. löggjafarþing — 13. fundur,  3. júní 2009.

lög um fjármálafyrirtæki og bréf frá Kaupthing Edge.

[13:41]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Bara til að forðast allan misskilning var ég ekki að amast út í þýsk stjórnvöld í fyrirspurn minni heldur var ég að inna hæstv. ráðherra eftir því af hverju í ósköpunum hann lætur þennan tölvupóst þá ekki bara flakka og koma honum í umræðuna vegna þess að eins og hann sjálfur nefndi í ræðu sinni er það einungis opin umræða sem gæti komið í veg fyrir svona málflutning eins og hann kann að nefna það.

Það að tala um flöskuskeyti í Hamborgarhöfn er ekki til að upplýsa um þetta mál og gerir ekki mikið fyrir málefnalega umræðu. Þess vegna spyr ég hæstv. ráðherra aftur: Er ekki langbest í stöðunni til að upplýsa þetta mál og koma í veg fyrir að samskipti okkar við okkar ágætu vini Þjóðverja, sem ég vona svo sannarlega að hafi ekki verið að beita okkur neinum þrýstingi og á ekki sérstaklega von á en ég heyrði í fjölmiðlum eins og aðrir hér? Er ekki málið að upplýsa um þennan tölvupóst til að koma í veg fyrir að svona málflutningur haldi áfram?