137. löggjafarþing — 13. fundur,  3. júní 2009.

starfsemi banka og vátryggingafélaga.

19. mál
[14:34]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég tel að í frumvarpinu sé tekið a.m.k. á nokkrum þeirra álitamála sem hér hafa verið nefnd, sérstaklega starfsemi vátryggingafélaga í óskyldri starfsemi. Ég get hins vegar alveg fyllilega tekið undir að atburðir og fréttir undanfarinna vikna og reyndar mánaða gefa fullt tilefni til þess að skoða sérstaklega fjárfestingarheimildir vátryggingafélaga og fjárfestingarstefnu þeirra. Þannig að það væri mér alveg að meinalausu og raunar mundi ég styðja það ef það yrði skoðað sérstaklega hvort heldur af viðskiptanefnd eða ráðuneytinu og mun beita mér fyrir því að það verði gert.