137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:43]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að gera mjög alvarlegar athugasemdir við það þegar ríkisstjórnarflokkarnir kalla til stjórnarandstöðuflokkana og biðja um trúnað í því sem er að gerast í Icesave-deilunni. Sá trúnaður er virtur. Síðan fara ráðherrarnir sjálfir í fjölmiðla og tala opinberlega um málið. Af hverju er þetta gert, virðulegi forseti? Það er til þess að ríkisstjórnarflokkarnir geti stýrt fjölmiðlaumræðunni um þetta mál. Stjórnarandstaðan á bara að sitja hjá og þegja. Það á að ríkja trúnaður um málið. Þetta er algjörlega fráleitt.

Ég ætla að biðja hæstv. forseta að beita sér í því að kalla þingflokksformenn saman og fara yfir þessa stöðu. Það þarf að fá hæstv. ráðherra hingað til að (Forseti hringir.) ræða málið. Það þýðir ekkert að þvinga stjórnarandstöðuna með þessum hætti meðan þeir gaspra í fjölmiðlum um einhvern (Forseti hringir.) sigur sem enginn er.