137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:59]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Í ljósi ummæla hæstv. forsætisráðherra í hádegisfréttum í dag, á sama tíma og þingflokkar stjórnarandstöðunnar fengu reifaða kynningu á hugsanlegum mögulegum samningum um Icesave og eru beðnir um trúnað um það sem fram kom í því reifaða máli, er algjörlega ljóst að annað tveggja hefur gerst, að hæstv. forsætisráðherra hefur einfaldlega brotið trúnað eða að orðið trúnaður hefur aðra merkingu á þeim bæ en á að gilda hjá þingflokkum stjórnarandstöðunnar. Í ljósi þess, frú forseti, er það einlæg ósk mín að forseti fresti fundi og kalli þingflokksformenn á sinn fund og farið verði yfir þessi mál vegna þess að sá trúnaðarbrestur sem kominn er upp á milli stjórnarandstöðu og hæstv. forsætisráðherra er óásættanlegur.