137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér hefur komið fram eindregin ósk þess að utanríkismálanefnd verði kölluð saman og ýtrasta ósk er að þessum fundi verði slitið og nýr fundur boðaður svo hægt sé að ræða þessi mál af viti í þinginu. Hér er framkvæmdarvaldið algjörlega að valta yfir löggjafarvaldið sem sýnir það hversu löggjafarvaldið stendur máttlaust gagnvart framkvæmdarvaldinu. Stjórnarskráin er til þess að vernda rétt borgaranna gegn óhæfum stjórnvöldum. Þetta er akkúrat nákvæmlega að gerast í dag. Hér er framkvæmdarvaldið að skrifa undir þann mesta skuldbindingarsamning sem íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Hvort hún sé að því sjálfviljug efast ég um, ríkisstjórn, skuggaríkisstjórn erlendra afla situr nú með pennann uppi í fjármálaráðuneyti að skuldbinda íslensku þjóðina um marga tugi ára. Ég harma þetta. (Forseti hringir.) Ég óska eftir að þessum fundi verði slitið svo að löggjafarvaldið komist að þessum samningi.