137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:32]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Síðan í morgun, fyrst á fundi stjórnarinnar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar, síðan á nefndarfundi utanríkismálanefndar, svo á þingflokksfundum og væntanlega á tveimur ríkisstjórnarfundum í dag þar að auki, hefur verið rætt um þær hugmyndir sem liggja á borðinu vegna samninganna um Icesave. Í raun má segja að vinnubrögðin í þessu máli hafi verið allt, allt önnur en þau sem tíðkuðust hér þegar meiri hluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna (Gripið fram í.) fór hér með öll völd í tólf ár. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Gefa ræðumanni hljóð.)

Við skulum rifja upp einkavæðingu bankanna, þar fóru engar upplýsingar á milli. (Gripið fram í.) Við skulum rifja upp yfirlýsingu og stuðning við innrásina í Írak, þar fóru engar upplýsingar á milli. Hér hafa hv. þingmenn (Gripið fram í.) stjórnarandstöðunnar verið (Forseti hringir.) upplýstir um hvert einasta atriði í þessu stóra máli. (Gripið fram í.)