137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

framlagning mála ríkisstjórnarinnar, dagskrá þingsins o.fl.

[15:44]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Á dagskrá Alþingis þennan mánudag byrjaði fundur á óundirbúnum fyrirspurnatíma þar sem staddir voru fjölmargir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands og þingmönnum í lófa lagið að spyrja þá þeirra spurninga sem hér hafa komið fram um aðgerðir í efnahagsmálum. Hér er á dagskrá mjög merkilegt mál að mínu mati um stjórn fiskveiða sem talsmönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þykir e.t.v. ekki neitt sérstaklega merkilegt mál eða stórmál eins og þeir kalla það. En ég mundi gjarnan vilja að fundinum yrði haldið áfram svo menn geti komist í að ræða það mál sem í mínum huga er mjög mikilvægt.