137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

túlkun þingskapa.

[14:12]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú er það þannig að frú forseti er með nýja túlkun á þingskapalögunum þannig að þegar við þingmenn, og þá kannski sérstaklega nýir þingmenn, ávarpa ekki rétt stendur hún upp … (Gripið fram í: … ekki hægt að hafa þingmann í …) Virðulegi forseti. Fæ ég lengri ræðutíma? Gott og vel. Þá er verið að grípa fram í mál þeirra eins og gerðist áðan hjá hv. þm. Birgittu Jónsdóttur þannig að hún gat ekki komið máli sínu nægilega vel til skila. Auk þess stóð frú forseti upp og skammaði stjórnarandstöðuþingmenn fyrir að kalla fram í meðan hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hélt uppi samræðum rétt áður við Eygló Harðardóttur meðan hún var í miðri sinni ræðu. Ég held að við verðum að fá á hreint hvort það eigi að breyta áralangri eða áratugalangri venju í samskiptum á þessu þingi sem m.a. frú forseti hefur (Forseti hringir.) tekið þátt í.