137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

35. mál
[14:29]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að ef menn vilja gera grein fyrir atkvæði sínu eiga þeir að láta vita áður en fyrsti maður byrjar að gera grein fyrir atkvæði sínu. Menn verða að biðja um að fá að gera grein fyrir atkvæði sínu áður.

Var hv. þingmaður að óska eftir því að gera grein fyrir atkvæði sínu? (HöskÞ: Nei, ég var að óska eftir …)

Hv. þingmaður var of seinn, en forseti leyfir — af mildi sinni — hv. þingmanni að gera grein fyrir atkvæði sínu.