137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[12:12]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Erindið er að spyrja forseta hvers vegna forseti gerði athugasemd við málflutning hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Hvað var það í orðum hv. þingmanns sem var óásættanlegt þegar forseti sá ástæðu til að biðja þingmanninn að gæta orða sinna? Þingmaðurinn hafði ekki gert annað en fara með gagnrýnum hætti yfir aðkomu Samfylkingarinnar að málum hér að undanförnu og ekki notað nein orð sem talist geta óviðeigandi en efnislega jú, verið gagnrýninn á Samfylkinguna. Er það svo, hæstv. forseti, að það sé orðið óásættanlegt í ræðustól að gagnrýna Samfylkinguna? Er það ekki bara innan ríkisstjórnarinnar sem mönnum eru lagðar línur með hvað þeir mega segja og hvað ekki? Er forseti farin að stýra því hvað þingmenn gagnrýna og hvað ekki?