137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[15:45]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta breytir nákvæmlega engu. Viðskiptanefnd getur kallað saman fund hvenær sem er til að ræða það hvort sem þetta er sett með þessum hætti fram eða ekki. Viðskiptanefnd getur rætt það sem hún telur nauðsynlegt að ræða. Það breytir nákvæmlega engu hvort það sé sett í einhvern „prósess“ að kynna þessi mál, bara nákvæmlega engu. Ég vona að það verði þannig áfram með nefndir þingsins. Ef nefndir þingsins telja mikilvægt að ræða einhver mál biðja menn um fund og fara yfir það en þetta breytir efnislega nákvæmlega engu um málið nú.