137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:52]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Við erum að taka til lokaafgreiðslu erfitt og þungt mál sem verður vonandi leitt hér til lykta. Í meðförum þingsins hefur sú ríkisábyrgð sem verið hefur til umfjöllunar lotið miklum og öflugum fyrirvörum sem við verðum síðan að fylgja eftir. Það er Alþingi sem setur þessa fyrirvara og það er Alþingi sem mun fylgja þeim eftir. Við treystum á að þeir haldi og höfum fullvissu fyrir því.

Málið er þungt en krafðist lausnar og niðurstöðu og ég treysti á að sú niðurstaða fáist. Ég vísa öllum ummælum um að einhver blekkingaleikur hafi verið í gangi eða að hér sé einhver feluleikur á ferð út í hafsauga og segi já.