137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:00]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Að frávísunartillögu okkar framsóknarmanna felldri við 2. umr. höfum við áfram haldið að reyna að bæta frumvarpið, frumvarp ríkisstjórnarinnar, og þrátt fyrir mikla vinnu og talsverðan árangur en einnig allnokkra samstöðu í þinginu um að gera fyrirvara við ríkisábyrgðina við þennan vonda, vonlausa samning sem er óásættanlegur fyrir land og þjóð tel ég enn best að setja samninginn til hliðar og hefja samningaviðræður að nýju við Hollendinga og Breta. Fyrirvararnir eru sannarlega miklu betri en frumvarpið eins og það kom fram fyrst en um það gilda margir óvissuþættir eins og hér hefur komið fram, bæði í umræðum á síðustu dögum og vikum, en einnig við atkvæðaskýringar.

Ég segi því nei og legg til að við göngum að nýju til samninga við Breta og Hollendinga.