138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[16:50]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður man örugglega betur en ég hvernig því var háttað, en ráðuneytið þarf a.m.k. núna að mæta 10% hagræðingarkröfu. Vegna þessarar sérstöku fjárveitingar upp á 150 milljónir er hagræðingarkrafan minni til löggæslunnar, þá er hún eins og ég sagði áðan rúmlega 8%, nánar tiltekið 8,2%.