138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

íslenska ákvæðið í loftslagsmálum.

[13:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir en svo vill nú til að samkvæmt tilskipuninni falla álver ekki undir þetta losunarákvæði eftir 2012 þegar Kyoto-bókuninni lýkur, eins undarlegt og það kann að þykja, þannig að því sé haldið til haga. Stjórnmálaflokkur umhverfisráðherra hefur talað um að stóriðja og sérstaklega álver séu spúandi eiturverksmiðjur. Þau falla ekki lengur undir þetta ákvæði. Raunverulega er mikið fjármagn bundið í þessum heimildum ef við mundum berjast fyrir því á alþjóðavettvangi að fá að halda þeim heimildum fyrir Íslands hönd. (Gripið fram í.)

Núna hrópar fyrrverandi umhverfisráðherra hér fram í fyrir mér á þeim stutta tíma sem ég hef hér. (Gripið fram í.) Við þurfum hins vegar að öllum líkindum að kaupa þessar heimildir héðan í frá þannig að ég spyr á ný: Hvernig getur umhverfisráðherra hætt að berjast fyrir þessum réttindum sem við höfum á alþjóðavísu?