138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

ummæli seðlabankastjóra um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

[10:37]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eiga ýmis ríki fulltrúa og ég ætla ekki að fara að rekja það hér. En í ljósi þeirrar stöðu að við vitum að tvö ríki hafa staðið gegn endurskoðun áætlunarinnar hefði ég gefið mér að ríkisstjórn Íslands mundi kortleggja það hvernig hinn almenni stuðningur við málið væri í stjórn sjóðsins. Mín tilfinning er sú eftir orð hæstv. forsætisráðherra að ríkisstjórnin átti sig eiginlega ekkert á því hvernig stuðningur við málið liggur í stjórn sjóðsins. Ég get ekki skilið hæstv. forsætisráðherra betur en svo að hún hafi ekki hugmynd um hvort orð seðlabankastjóra eigi við rök að styðjast eða ekki. Hann segir að það sé almenn andstaða við málið hjá öllum Evrópusambandsríkjunum. Það skiptir okkur máli að vita svona hluti og það skiptir öllu að ríkisstjórn Íslands hafi afl og burði til að gæta hagsmuna okkar, koma sjónarmiðum okkar á framfæri og leiðrétta rangfærslur sem haldið er uppi um Ísland af þjóðum eins og (Forseti hringir.) Bretum og Hollendingum í þessu máli. Við höfum gert allt sem hægt er að ætlast til af okkur til að leysa þessa Icesave-deilu.