138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

málefni hælisleitenda.

[10:56]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf):

Frú forseti. Dyflinnar-samstarfið kemur upphaflega til vegna réttinda hælisleitenda og reglugerðin er sett til að tryggja að fólk fái málefni sín tekin fyrir. Það hefur einhvern veginn þróast þannig að fólk er endursent og í rauninni ber það skaða af þessari reglugerð frekar en að hún sé sú réttarbót sem upphaflega stóð til að veita því. Það er ekki nauðsyn að endursenda fólk á grundvelli þessarar reglugerðar. Við gætum valið að gera það ekki. Þar verðum við auðvitað að setja þá háu „standarda“ sem Ísland vill hafa í mannréttindamálum.

Af því að ráðherra minntist á Norðurlöndin liggur t.d. fyrir að Noregur hefur ekki ákveðið að endursenda fólk ekki en metur það þó mjög tilvikabundið og strangt hvort endursenda eigi fólk.