138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

Afbrigði um dagskrármál.

[13:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom hjá hv. þm. Illuga Gunnarssyni er komið fram frumvarp varðandi svokallað Icesave-mál. Við í þingflokki Framsóknarflokksins teljum eðlilegt að málið fari hefðbundna leið í gegnum þingið og sjáum því ekki ástæðu til að það fari inn með einhverjum gassagangi, ekki síst í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ekkert liggi á. Þar að auki er ljóst að mjög mikilvæg mál bíða þess að verða tekin til afgreiðslu og fjallað um í þinginu sem annars þyrftu að víkja og bíða. Er þar m.a. mál sem framsóknarmenn leggja fram um skuldir heimilanna og annað. Því leggjum við eindregið til að frumvarpið fari í venjubundinn farveg og verði ekki tekið á dagskrá með afbrigðum, við sjáum ekki ástæðu til þess.