138. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2009.

merking kvikmynda áhorfendum til aðvörunar.

65. mál
[15:39]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Guðrún Erlingsdóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hennar. Ég varð reyndar fyrir smávonbrigðum með svörin að því leytinu til að þau sneru mikið til að merkingum mynda vegna barna. Ég var sérstaklega að tala um myndir sem innihalda kynferðisglæpi og langar að ítreka það hvort ekki sé hægt á einhvern hátt að merkja þessar myndir með þeim rökum sem ég var með varðandi sérstaklega þennan þátt því það eru miklu fleiri en börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.