138. löggjafarþing — 17. fundur,  2. nóv. 2009.

verklagsreglur banka.

[15:34]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir að segja að við þurfum að passa upp á það að endurreisnin feli í sér endurreisn en ekki aðlögun þess sem var að breyttum aðstæðum. Ég saknaði þess þó í svari hæstv. ráðherra að hann svaraði ekki spurningu um hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því í gegnum Bankasýsluna að viðskiptabankarnir móti sér skýrari verklagsreglur varðandi hvort stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna geti haldið áfram rekstri þegar bankarnir fara í milljarðaafskriftir á skuldum.