138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[17:10]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Megininntakið í frumvarpinu er kannski ekki það að dómstólaráð skuli ákveða fyrirkomulagið, það er ekki rétt sem hv. þingmaður segir. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort það er löggjafarvaldið sjálft eða dómstólaráð sem gerir það heldur er það niðurstaðan sem hlýtur að vera aðalatriðið, þ.e. fyrirkomulagið. Ef hægt er að ná samstöðu á þingi milli allra flokka um að það sé þingið sjálft sem ákveði þetta er það jákvætt eins og hæstv. ráðherra hefur komið inn á. Það er hagræðingin sem við erum fyrst og fremst að leggja upp með hér og að dreifa álaginu. Hvort sem það er dómstólaráð eða þingið sem ákveður það og hvar starfsstöðvarnar eru þá skiptir það ekki öllu máli.