138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

nauðungarsala.

90. mál
[11:13]
Horfa

Frsm. allshn. (Steinunn Valdís Óskarsdóttir) (Sf):

Frú forseti. Það er stundum þannig hér í þessum ræðustól þegar maður flytur mál og les tyrfinn lagatexta að maður ruglast stundum í ríminu og ekki kannski síst ef maður er ekki löglærður. Ég vil bara vekja athygli á því að mér urðu á smámistök hér varðandi dagsetningarnar þegar ég kynnti nefndarálitið því að í meðförum nefndarinnar var ýmist rætt um 31. janúar 2010 eða 28. febrúar 2010 og okkar niðurstaða varð sú að breyta því í 28. febrúar 2010 úr 31. janúar 2010. Það er að segja, í frumvarpstextanum stendur 31. janúar 2010 en breytingin sem nefndin er að gera er 28. febrúar 2010 þannig að það er ekkert ósamræmi í nefndarálitinu, eins og ég hélt fram í fyrri ræðu minni.