138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hélt sannfærandi ræðu um það hve gott væri að vera í Evrópusambandinu. Til upplýsingar erum við ekki að fjalla um það nákvæmlega núna. Við erum að fjalla um þetta mál. Það sem ég er að reyna að fá hv. þingmann inn á, eins og aðra stjórnarþingmenn, er að flýta sér hægt í þessu máli, það liggur ekkert á. Það vita allir að ef við afgreiðum þetta mál þá eru það mistök, það vita allir. Ég segi því: Við skulum fara aðeins yfir það hvað við getum gert til að lágmarka það eða reyna að koma í veg fyrir það. Við höfum til þess tæki og við eigum ekki að flýta okkur í að gera eitthvað sem gengur þvert gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Varðandi umræðuna um Evrópusambandið þá hef ég mjög gaman af að taka þá umræðu og er alveg til í það en við skulum byrja á því sem skiptir máli. Nú er það að koma í veg fyrir að þetta mál verði afgreitt með miklum hraða í gegnum þingið.