138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[17:20]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þm. Eygló Harðardóttur. Eins og ég sagði áðan og margsagði í þessari stuttu ræðu sem ég flutti áðan eigum við að koma fyrr að þegar unnið er í tilskipunum eins og þeirri sem við erum að taka inn hér. Við eigum að koma fyrr að þessari vinnu af því að við höfum aðgang í gegnum EES og við eigum að vera virkari og meira vakandi fyrir því sem þar fram fer vegna þess að þetta hittir okkur allt með einum eða öðrum hætti. Það er rétt að það er of seint að ætla að reyna — ég get fallist á það — að breyta tilskipun þegar hún er fullbúin. En það hefur skort á það að við höfum nýtt okkur þann rétt að koma að þessu fyrr til að hafa áhrif, við þessi litla þjóð þar sem allar slíkar tilskipanir skipta okkur jafnvel mun meira máli en aðrar þjóðir í Evrópu.