138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[18:07]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil einlæglega að konur og karlar hafi nákvæmlega sama rétt til að reka fyrirtæki, stunda viðskipti eða bara gera það sem þeim dettur í hug. Hins vegar að fara út í hinar einstöku starfsgreinar, hvort sem það er kaupsýsla eða eitthvað annað, og koma þar á kynjakvóta finnst mér vera fráleitt. Ég vil að konur hafi jafnan rétt og karlmenn til að spila í happdrætti en ég tel ekki skynsamlegt að setja reglur um það að konur eigi að fá jafnmarga vinninga og karlmenn eða karlmenn jafnmarga vinninga og konur. Þá er maður farinn að fikta í lögmálum sem eru ekki í verkahring okkar að fikta í. Við eigum ekki að handstýra þjóðfélaginu, við eigum að skapa þjóðfélag, grundvöll þar sem allir fá notið sín.