138. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2009.

heilbrigðisstarfsmenn.

116. mál
[11:59]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ætli ég haldi bara ekki áfram að veita meðsvar. Það skiptir máli í þinginu að við vinnum þetta hratt og örugglega. Það er ekki einfalt. Þegar við hófum þá vinnu, í ráðherratíð minni, að semja þetta frumvarp var okkur ljóst að þetta eru viðkvæm mál og mörg sjónarmið uppi og viðkvæmni þegar kemur að lagasetningu. Málið er komið þetta langt og því er mikilvægt að þétt sé haldið um málið og þá dugar eining stjórnarandstöðunnar ekki til, það verður líka að vera eining meðal stjórnarliða hvað þetta varðar. Ég geri ráð fyrir því, þó að óeining sé um margt innan ríkisstjórnarinnar, að þokkaleg sátt sé um þetta og treysti því að þetta verði að lögum fyrr en seinna.