138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:18]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart að hv. þingmaður muni halda sig mjög ákveðið við þá afstöðu sína og grundvallarskoðun að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið. En það er ekki alveg svarið við þeirri spurningu sem ég lagði fyrir hann. Mig langar til þess að forvitnast um það hjá þingmanninum hvort hann mundi þá — ég ætla bara að ítreka spurninguna og bæta við hvort hann mundi beita sér gegn því að hér verði farið í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta grundvallarhagsmunamál íslensku þjóðarinnar (ÁsmD: Ég skal svara í ræðunni á eftir.) um ókomna framtíð sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu svo sannarlega eru.