138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

lög um greiðsluaðlögun.

[11:07]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég finn að hv. þingmanni líður illa þegar skattstefna Sjálfstæðisflokksins er rakin, (Gripið fram í: Nei!) sérstaklega á árunum 2003–2007. Fræðimenn hafa sannað að þar var með markvissum hætti [Frammíköll í þingsal.] létt skattbyrði af þeim sem voru í stöðu til að borga skattana (Gripið fram í.) og skattbyrðin flutt yfir á þá sem síst voru í færum til að borga skattana. Þetta var nú öll efnahagssnilldin. (Gripið fram í.) Þannig var borað gat á skattkerfið í landinu og á grundvallarforsendur ríkisrekstrarins að strax á árinu 2005 spáði fjármálaráðuneyti Sjálfstæðisflokksins því að á fyrsta jafnvægisári eftir uppsveifluna á árinu 2008 yrði halli á ríkissjóði. Með öðrum orðum, Sjálfstæðisflokkurinn gekk svo langt í lýðskruminu og innstæðulausum skattalækkunum að hann (Gripið fram í.) var þegar búinn að grafa undan getu ríkissjóðs til að reka sig hallalaust (Forseti hringir.) [Frammíköll í þingsal.] á einu einasta venjulega ári. (Forseti hringir.) Viðvarandi ofþensla var boðorð (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins. Hún er búin og við þurfum að taka til. (Gripið fram í: Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.) (Gripið fram í: Djöfulsins kjaftæði.)