138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:13]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fyrirvarinn er orðaður núna tel ég afar ólíklegt að það muni nokkurn tíma reyna á það að Íslendingar hafi ekki átt að greiða fyrir Icesave-skuldbindingarnar. Það er búið að útþynna þann fyrirvara. Ef svo ólíklega færi var fyrirvarinn þannig í lögum nr. 96/2009, frá því í lok ágúst, að Íslendingar og Bretar ættu að setjast niður en ef Bretar vildu ekki setjast niður og ræða málin hefðu Íslendingar þennan einhliða uppsagnarrétt á ríkisábyrgðinni. Þetta var góður fyrirvari. Þarna hefðu Íslendingar vissulega fengið notið þess ef eitthvað gerðist en ég held að allir séu meira og minna sammála um það, jafnvel þeir lögmenn og lagaprófessorar sem aðstoðuðu meiri hlutann viðurkenna það, (Forseti hringir.) að þessi fyrirvari sé nánast alveg út úr myndinni.